Gallar kvótakerfisins 4.

Áherslu á umhverfisvænar fiskveiðar er ekki að finna sem heitið geti í kvótakerfinu og allsendis ekki í löggjöfinni sjálfri. Sjálfbærni á heildina litið er því tómt mál að tala um, hvoru tveggja hvað varðar hina gífurlegu olíueyðslu sem stór fiskiskipafloti þarfnast til þess að sækja fisk, og hið sílfellda uppnám sem töpuð störf í sjávarþorpum áskapa. Þvi til viðbótar hafa ekki farið fram hér landi nægilegar rannsóknir á miðunum kring um landið, þannig að ástand þeirra sé vitað, hvað varðar uppvaxtarstöðvar fiskistofna og áhrif veiðarfæra á hafsbotn sjávar sem og hin ýmsu veiðarfæri svo sem botnvörpur og magn þeirra til notkunar í heild, og veiðiálag. Verndun lífríksins felst nefnilega ekki hvað síst í friðun og grið til handa stofnum til uppvaxtar. Allt þetta er verulegri óvissu undirorpið enn sem komið er á Íslandsmiðum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband