Gallar kvótakerfisins 3.

Árið 1992 var sett viðbót inn í fiskveiðilöggjöfina þess efnis að útgerðarmenn, mættu framselja og leigja sín á milli aflaheimildir eins og ekkert væri.... , undir formerkjum " " hagræðingar " " fram og til baka um Ísland allt. Þásitjandi ríkisstjórn og ráðamenn sem komu þessari lagaframkvæmd gegnum Alþingi Íslendinga, hugsuðu hana ekki til enda svo mikið er víst. Ég hef kallað þetta mestu mistök í lagasetningu alla síðustu öld og geri enn. Hér var fiskveiðikerfið gert að fjármagnsbraskkerfi á einni nóttu með tilkomu fyrirtækja á nýstofnaðan hlutabréfamarkað og þáttöku lifeyrissjóða landsmanna í kaupum á hlutabréfum í ævintýrinu. Ævintýri sem sett hefur landið á annan endann, efnahagslega að hluta til og offjárfestingaæði stórfyrirtækja um stórum tækjum og tólum allra handa til veiða til að auka afkastagetu var yfir og undirmarkmið. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hófu bankar að taka aflaheimildir nota bene óveiddan fisk sem VEÐ, líkt og fiskistofnarnir væru steinsteypa. Gífurleg umsvif umsýsluaðila með kvótasölu komu til sögu, sem og endurskoðunarfyrirtækja við uppgjör og afskriftir á tapi , við uppkaup stærri fyrirtækja á þeim smærri ár eftir ár eftir ár. Útgerðarfyrirtækin voru skattlaus að mestu heilan áratug sökum þess að afskriftir við uppkaup á tapi voru uppgjörið, en þá hafði þegar hafist að heilu byggðarlögin sætu eftir atvinnulaus eftir framsal eða leigu aflaheimilda frá einu fyrirtæki til annars í kerfinu. Sú þróun hélt innreið sína um leið og framsalið var lögleitt. Þar var skattpeningum hent á bálið sem landsmenn höfðu greitt fyrr og síðar við uppbyggingu þjónustu og mannvirki alls staðar,  án þess að fyrirtækin í umhverfi sjávarútvegs greiddu skatta á móti í því kerfi sem búið hafði verið til. Þegar fyrsti handhafi aflaheimilda seldi sig síðan út úr kerfinu með gróða í vasanum, var vissulega komið nóg, en ekkert gerðist og Aþingi tók ekki á því máli sem vera skyldi, því miður fyrir þjóðina alla. Frá þeim tíma að það gerðist er þróunin þekkt , að því hinu sama, og ef til vill ekki furða að ekki skuli hægt að kosta almennilegar rannsóknir á lífríki hafsins að teknu tilliti til alls þessa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband