Gallar kvótakerfisins.

Gallar núverandi kerfis í sjávarútvegi eru ýmsir og fyrst er þar að nefna það atriði að þegar útgerðarmaður þarf að veiða upp í ákveðinn kvóta sem honum hefur verið úthlutað eitt ár í senn, er það mikið markmið að veiða upp í allan kvótann, sem aftur gerir það að verkum að fiskur sem veiddur er og ekki uppfyllir leyfilega stærð lögum samkvæmt fer hugsanlega beint fyrir borð aftur því útgerðarmaðurinn hefur engan hagnað að því að koma með hann að landi. Lögunum var breytt eftir mikla umræðu um brottkast og myndatöku af slíku á sínum tíma, þannig að útgerðarmenn mega koma með 5% meðafla. Allra handa viðurlög, sektir og veiðileyfasviptingaákvæði var að finna í upphaflegu lagasetningu þessari varðandi brot til dæmis um smáfisk í afla og fl og fl, þannig að mér fannst um tíma sem lögin væru helst miðuð við það að þorskurinn færi eftir þeim en ekki þeir sem veiddu þorskinn. Framkvæmdin eftir efninu og " borðalagðir menn ofan í fiskikössum " eins og einn vinur minn orðaði það á sínum tíma, menn sem heita eftirlitsmenn og eru all nokkur kostnaður við kerfi þetta í framkvæmdinni í praxís. Með öðrum orðum hvatinn að því að henda afla fyrir borð var því innifalinn í upphaflegu lagasetninguna um stjórn fiskveiða , því miður. Þar bera alþingismenn þeir sem settu lögin ábyrgð, alla ábyrgð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband