Sérkennilegt veðurfar þessa dagana.

Rok klukkan ellefu að kveldi og fram á nótt, dag eftir dag næstum eins og tímasett fyrirfram. Reyndar hætti að rigna hér í Hafnarfirði skömmu áður og er það vissulega fagnaðarefni, því hér hefur rignt alveg nóg undanfarna daga. Ég hef nú talið mig þekkja rok annars vegar og brælu hins vegar og ótrúlega hvassar hviður virðast vera fylgifiskur þessa vorveðurs hjá okkur við Reykjanesskagann. Súld og þoka er eitthvað sem manni finnst að heldur væri venjulegra hér á þessu landssvæði á þessum tíma. Í vetur sem leið kom rok sem þetta einnig á óvenjulegum árstíma hér að mér fannst, dag eftir dag í nokkurn tima.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband