Eru til nægilega mörg lokuð úrræði fyrir börn í fíkniefnavanda ?

Svo vill til að það er ekki nóg að vera foreldri á sífelldri vakt yfir sínum börnum til að taka í taumana ef kerfið kemur ekki til sögu á móti með þeim úrræðum sem þarf á að halda og ráðlögð eru þar að lútandi. Barn sem endurtekið kom til innlagnar á Barna og Unglingageðdeild til meðferðar í erfiðum aðstæðum , varð afgangsstærð varðandi pláss í lokaða meðferð , á vegum barnaverndayfirvalda, sökum þess að lokaða plássið var ekki til meðan barnið var enn barn, einungis opin meðferðarúrræði sem viðkomandi einstaklingur gat skrifað sig út úr að vild. Svona dæmi á ekki að vera til, í voru samfélagi að mínu áliti. Hvergi er mikilvægara að taka á málum sem þessum með réttum aðferðum en á þessum tímapunkti í lífi einstakinga. Séu pláss ekki til þá þarf að búa þau til flóknara er það ekki.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband