Fíkniefnaváin.

Það liggur við að hvern einasta dag sé verið að taka menn úr umferðinni undir áhrifum fíkniefna við akstur. Hvílík skemmtilegheit eða hitt þó heldur. Öll sú hin mikla viðurstyggð er fylgir því að einstaklingur í fjölskyldu ánetjast fíkniefnum, setur fjölskyldur í fjötra, vandamála á vandamál ofan, því engin veit hve langt ganga á veg fíknar leiðir viðkomandi. Frásögn móður í Kastljósi kvöldsins var einlæg og vel fram sett undir þeim kringumstæðum sem hún og hennar fjölskylda hefur mátt meðtaka, þar sem varnaðarorð voru sett fram , HÆTTIÐ áður en þið verðið hugsanlega burðardýr. Þessi móðir á þakkir skilið fyrir að koma fram með sín sjónarmið undir þessum sérkennilegu kringumstæðum sem málið inniheldur, þ.e nafnbirtingu í dagblaði, á hlutaðeigandi, áður en dómur er fallinn um sekt eða sakleysi. Sjálf get ég ómögulega séð nauðsyn þess að birta frekar nafn einhvers sem er frægur frekar en einhvers annars í þessu sambandi og mjög sérkennilegt fréttamat á Fréttablaðinu að mínu áliti. Ef til vill er blaðið að taka upp nýjar aðferðir hvað varðar það að birta nöfn allra sem teknir eru, hver veit.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband