Við eigum að veiða sama magn af þorski í þrjú ár, 200 þúsund tonn.

Við Íslendingar eigum að þora að taka eigin ákvarðanir og tíminn er kominn til þess arna. Frændur okkar Færeyingar tóku sínar eigin ákvarðanir um veiðar úr sínum stofnum án þess að fara að þeirri fiskveiðiráðgjöf sem þeim hinum sömu var uppálögð á þeim tíma. Þeim hefur gengið vel með sína fiskveiðistjórn og reglulega er þorsksstofna þeirra í niðursveiflu ákveðinn tíma en hann fer upp aftur með þeim aðferðum sem Færeyingar nota og nýta. Hér á Íslandi þarf hins vegar að afnema hvata til þess að fiski sé hent fyrir borð alfarið, en núverandi kerfi inniheldur þann hvata. Hér þarf einnig að afnema hið svokallaða " frjálsa framsal " sem að hluta til er hvati að ýmsum þeim annmörkum sem núverandi kerfi áskapar svo sem kvótalausum byggðum allt í einu og atvinnuástandi í uppnámi og svo framvegis..... Það dugar skammt að vera að stoppa í götin í sífellu, annmarka kerfis þessa þarf að greina og sníða af og tíminn til þess er núna.

 kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband