Björn Ingi kominn upp á dekk.

Það er nú svolítið skondið að sjá Björn Inga allt í einu fara að gagnrýna kvótakerfi sjávarútvegs, sem hefur hingað til dásamað eiginlega þess í ræðu og riti. Batnandi mönnum er hins vegar best að lifa, og greinilegt er að Björn þarf að fara til Færeyja og kynna sér fiskveiðistjórnina þar betur því hann telur Færeyinga í sömu sporum og við erum núna varðandi þorskinn vegna niðursveiflu þar sem Færeyingar hafa vel vitað um að eigi sér stað ólíkt okkur Íslendingum, því hinar náttúrulegu sveiflur hafa þar verið eins í sennilega hundrað ár að miklu leyti. Hjá okkur Íslendingum hefur hins vegar farið þannig að þorskstofninn hefur farið sími, síminnkandi frá upphafi kvótakerfisins í aflatölulegum upplýsingum, því miður. Menn hefðu því með góðu móti getað vaknað til vitundar miklu mun fyrr um það atriði , hvert stefnir, en eins og venjulega hér á Íslandi þarf helst allt að vera komið hálfa leið til andskotans, og verulegt vandamál á ferð áður en hafist er handa við endurskoðun aðferðafræði hvers konar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Guðrún María.Ég hreinlega hélt ekki að framsóknarmenn gætu komið mér á óvart eftir það sem á undan er gengið.En ég fagna þessum sinnaskiptum Björns Inga ekki síst þar sem hann er einn af framtíðarforustumönnum Framsóknar.Ég vil gera þín orð að mínum. Batnandi mönnum er best að lifa. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Já þetta var óvænt vissulega, en verður til þess að leggja lóð á vogarskálar umræðu um nauðsyn breytinga og endurskoðunar og það er fagnaðarefni að slíkt komi til.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.6.2007 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband