Þjóðahátíð í Hafnarfirði, stórskemmtileg upplifun.

Ég skrapp í Íþróttahúsið á Strandgötu á laugardag, að skoða Þjóðahátíð sem haldinn var þar en þar gafst manni meðal annars kostur á að smakka mat og kynnast menningu þjóða af ýmsum toga. Það sem heillaði mig mest var salsa stemmingin sem dansmeistarinn Carlos kom svo vel til skila, og einnig var söngur barnanna á tungumálum sinna þjóðlanda afar einstök upplifun. Mjög skemmtilegt og fræðandi á alla lund. Dansinn og innlifunin í hann var eitthvað sem varð mér umhugsunarefni hve mjög við getum án efa lært margt ennþá um tjáningu sem dans inniheldur og ég þekki vel úr starfi með börnum hve mjög þeirra eðlislæga tjáning þess efnis að hreyfa sig með takti tóna hjálpar við hreyfingu almennt. Vonandi fáum við Hafnfirðingar aftur Þjóðahátíð að ári.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband