Yfirdrifinn fréttaflutningur af reykingabanni.

Bann við reykingum á veitingastöðum tók gildi fyrir skemmstu og það liggur við að fjölmiðlar hafi verið með beinar útsendingar frá framkvæmdinni, sendandi út menn um miðjar nætur til að skoða málið. Minna er fjallað um álögur hins opinbera á þann sem kaupa þarf tóbak sem leyfilegt er sem söluvara, þótt sannað sé að orsaki heilbrigðisvandamál. Ef ég man rétt var einhvern tímann gerð á því úttekt fyrir löngu að reykingamaðurinn hefði margborgað möguleg heilbrigðisútgjöld sökum álagningar sem þá var , en síðan hefur varan hækkað nokkuð. Sjálf sé ég ekkert athugavert við að banna reykingar á veitingastöðum og tel að slíkt hefði mátt koma miklu fyrr þess vegna.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Mér finnst nú eiginlega að það væri bara hreinlegast að banna algjörlega að flytja inn tóbak og selja það þegar það er orðið þannig að vara sem þú mátt kaupa er samt vara sem maður má svo gott sem hvergi nota nema vera stimplaður glæpon....

Þoli ekki svona tvískinnung...Svo eru sjúkdómar af völdum offitu komnir fram úr sjúkdómum af völdum reykinga beinna eða óbeinna í USA og miðað við hvernig við eltum kanann sem hundur húsbóndann þá reikna ég með að hlutfallið sé orðið eins hér..

Við erum t.d. komin fram úr kananum í Rtalin notkun..þannig að það kæmi mér ekki á óvart að svo sé í mörgu öðru misgóðu..

Kveðja Agný.

Agný, 5.6.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er ákveðinn tvískinnungur Agný, það er alveg rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.6.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband