Sjávarútvegsráðherra kallar á " stjórnmálamenn allra flokka " við fiskveiðistjórn.

Ræða sjávarútvegsráðherra á sjómannadegi verður án efa lengi í minnum höfð, sökum þess að í fyrsta skipti ég endurtek fyrsta skipti er þar að finna viðurkenningu á vandkvæðum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hér við land, þar sem ráðherran kallar einnig eftir þverpólítiskri samstöðu um viðfangsefnin framundan. Svo staðreyndum sé haldið til haga þá hefur Frjálslyndi flokkurinn og þingmenn hans, fiskifræðingurinn Magnús Þór og líffræðingurinn og Sigurjón ásamt Guðjóni formanni fyrrum skipstjóra á Íslandsmiðum, margítrekað bent á nauðsyn þess að skoða kerfið frá grunni á Alþingi Íslendinga allt síðasta kjörtímabil, þar sem varað hefur verið við þeirri þróun sem hefur átt sér stað og hefur verið sýnileg mun fyrr en akkúrat núna. Betra er seint en aldrei og það mun koma í ljós hver meining ráðherrans er hvað varðar þverpólítiskt samráð hvers konar, Frjálslyndi flokkurinn er í stakk búinn til þess að endurskoða núverandi fiskveiðistjórn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband