Endurskoða þarf fiskveiðistjórn við Ísland strax.

Það stoðar lítt að æða á fundi með sáttaplögg í farteskinu um kerfi sem er ónýtt eins og formaður annars ríkisstjórnarflokksins varð uppvís að á kjörtímabilinu síðasta. Formaður hins flokksins í ríkisstjórn hefur enn ekki tekið af sér " góðærisgleraugun " sem komu til sögu er fjármagnsumsýsla peninga náði nýjum hæðum við sölu á óveiddum fiski úr sjó fram og til baka , hring eftir hring , landið þvert og endilangt í rúman áratug. Meðan áhorf er  einungis á fjármuni í umferð burtséð frá framtíðarmöguleikum þess hins arna til langtíma, skortir grundvallarforsendur alfarið. Þótt þorskstofninn hafa verið á beinni niðurleið allan tíma kvótakerfisins hafa menn ekki hugsað út í það heldur vaðið áfram, þótt þetta sé verðmesti fiskistofnin við landið og uppbygging hans meginmarkmið laga um fiskveiðistjórn. Það er komið að skuldadögum andvaraleysins og núverandi flokkar við stjórnvölinn mega gjöra svo vel að bretta upp ermar í því efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta eru orð að sönnu!

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta fiskveiðistjórnunarkerfi er orðinn skrípaleikur og mikið af fólki sem enn trúir á þetta leikrit er núna að lenda í stórkostlegum vandræðum.

Sigurður Sigurðsson, 3.6.2007 kl. 16:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vertu alveg óhræddur Guðmundur minn, ég fyrirgef þér he he...

Já það er hins vegar aumt að menn loksins skuli dröslast til þess að skoða hlutina þegar allt stefnir í óefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband