" Að siga lögreglunni á slökkviliðið " nokkur orð um frjálshyggju.

Albert heitinn Guðmundsson átti þau fleygu orð um frjálshyggjuna að þegar svo væri komið lögreglunnni væri sigað á slökkviliðið þá væri nóg komið. Hvað er að gerast í dag í málefnum íslenzks sjávarútvegs og afleiðingum kvótakerfisins á byggðir á Íslandi ? Er það nokkuð annað en nákvæmlega það að Sjálfstæðisflokkurinn nú ásamt Samfylkingu nú áður Framsókn, þykist ekki koma auga á vanda byggðanna vegna kvótakerfisins sem Frjálslyndi flokkurinn hefur varpað ljósi á frá stofnun. Hér hafa mikil mistök átt sér stað og því fyrr sem menn gjöra svo vel að fara að horfast í augu við staðreyndir því betra. Staðreyndir þess efnis að ekki hefur tekist að byggja upp þorskstofninn við Ísland allan þann tíma sem kerfið hefur verið við lýði. Staðreyndir að kerfið hefur ekki viðhaldið atvinnu í byggðum landsins heldur útrýmt. Staðreyndir þess efnis að alls konar sértækar úrlausnir vegna atvinnuleysis um allt land hafa kostað skattgreiðendur fjármuni öll þessi ár, meðan útgerðarmenn maka krókinn í fjármangsbraski með óveiddan fisk á þurru landi eins stórvitlaust og það nú er , nú sem endranær.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Menn hljóta að fara að opna augun, eða hvað?  Kanski ganga menn um með augun opin á þess að sjá!

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband