Hvers vegna þurfti að frysta skattleysismörkin við fátæktarmörk framfærslu í áratug ?

Hvað veldur þvi að " rík þjóð " hefur skattöku af sínum þegnum við upphæð sem er samhliða upphæð er miðast við skilgreiningu félagsmálastofnana um fátæktarmörk til handa einstaklingum að lifa af ? Hvað veldur því að ráðamenn láta slíkt yfir sína þjóð ganga ? Jafnframt má spyrja um það hvers vegna forystumenn verkalýðshreyfingar, fulltrúar launafólks í landinu hafi þagað svo þunnu hljóði um þessa aðferðafræði. Ef til vill vegna hins afdalavitlausa skipulags þess efnis að verkalýðsfélög skipi í stjórnir lífeyrissjóða sem aftur fjárfesti í atvinnulífi ? Lífeyrissjóða sem innheimta iðgjöld samkvæmt lögum af launamanni án þáttöku þess síðastnefnda í ákvarðanatöku um fjárfestingar hvers konar með hans eiginfjármuni er hann greiðir til sjóðanna. Hverra hagsmunir vega þyngst í því efni af hálfu forystumanna verkalýðshreyfingar í landinu ? Er þetta í takt við frjálst markaðssamfélag ef til vill ? Því fer fjarri að mínu viti.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mannskepnan hefur tilhneigingu til að troða á þeim sem minna mega sín. Stundum kallað skepnuskapur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.6.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú mikið rétt en þá þarf að veita andspyrnu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband