Áhrif núverandi kvótakerfis sjávarútvegs fyrir íbúa Reykjavíkur.
Föstudagur, 1. júní 2007
Hvernig skyldi hinn almenni íbúi á höfuðborgarsvæðinu finna fyrir áhrifum kvótakerfis sjávarútvegs ? Finnur hann yfirleitt nokkuð fyrir þeim ? Svar mitt er já ójá en ekki svo víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því sökum þess að áhrifin eru gegnum skattkerfið hvað varðar það atriði að skattfé sem varið hefur verið til þess að byggja landið allt með samgöngum, og grunnþjónustu í mennta og heilbrigðiskerfi um land allt , kemur aftur til sögu þegar flótti af landsbyggð á höfuðborgarsvæði verður til vegna áhrifa atvinnuvegs sem inniheldur það atriði að útgerðir geti selt sín á milli atvinnu fólks fram og til baka í kvótakerfinu ef til vill með tilliti til þess að kaupa tap og skila minni sköttum. Með öðrum orðum hver landsmaður einnig höfuðborgarbúi kann að þurfa að greiða tvívegis uppbyggingu grunnþjónustu við menntir og heilbrigði til handa sama fólkinu á öðrum stað á landinu, nú á höfuðborgarsvæðinu því mennta og heilbrigðisstofnanir úti á landi eru einskis virði af því atvinnan var seld burt af stöðunum samkvæmt skipulagi sem innifalið er í kvótakerfisvitleysuna íslensku núverandi. Útgerðirnar þurfa ekki að borga svo mikið sem eina krónu fyrir að selja atvinnuna burt í formi kvóta af hinum og þessum stöðum. Þannig er systemið. Þvílík og önnur eins mistök og urðu til 1992 við innleiðingu framsalsheimilda án skilyrða í kvótakerfi sjávarútvegs eru og verða mestu stjórnmálalegu og efnahagslegu mistök alla síðustu öld hér á landi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Hanna Birna, svo situr þáverandi sjávarútvegsráðherra athafna þessara, nú sem ritstjóri Fréttablaðsins sem er í eign drottnandi markaðsfyrirtækis á Íslandi nú um stundir og lofar kerfi þetta í bak og fyrir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.6.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.