Opna þarf hið ónýta kvótakerfi, afnema leigubrask og gefa frelsi til veiða á trillum.
Föstudagur, 25. maí 2007
Það vita allir sem vilja af vita að leiguliðar í sjávarútvegi í núverandi fyrirkomulagi eru ekki að hafa af slíkum veiðum afkomu sem skilar þeim hinum sömu eðlilegum afrakstri eða þjóðfélaginu skattekjum, þar af leiðandi. Einstaklingsfrelsinu hafa nefnilega verið settar verulegar skorður hvað varðar aðkomu manna að sjávarútvegi hér á landi, fyrst við upphaflegar úthlutunarreglur kerfisins, svo ekki sé minnst á allra handa síðari breytingar sem allar hafa miðast við að minnka hlut einyrkja og smábáta sem hluta af kerfinu og tilfærsla úr dagakerfi síðast yfir í kvóta hefur enn fækkað mönnum að störfum . Þróun þessi er algjörlega andstæð allri vitneskju um umhverfisvænar veiðiaðferðir sem hluta af íslensku fiskveiðistjórnunarkerfi og fjarri því að geta talist sjálfbær þróun hjá einni þjóð. Það þarf nefnilega að skoða með hvers konar tólum og tækjum við veiðum fisk, sem og hvers virði eitt starf trillusjómanns er í því sambandi sem leggur sinn afla á markað í sinni heimabyggð og skapar atvinnu. Það gefur augaleið að um það verður spurt innan tíðar hve sjálfbær þjóðin er varðandi fiskveiðar sem atvinnugrein á alþjóðlega mælikvarða og samsetning fiskiskipaflotans og veiðiaðferðir og veiðarfæri, ástand fiskistofna og fleira mun þar leggjast á vogarskálarnar til mælingar. Okkur Íslendingum nægir að líta til frænda okkar í Færeyjum og sjá vitræna fiskveiðistjórnun í sátt við móður náttúru sem aftur setur þá á toppinn hvað varðar sjálfbærni.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.