Brýtur núverandi skattkerfi mannréttindi ?

Tekjutengingar í skattkerfinu hafa fyrir löngu síðan bitið í skottið á sér og skerðingar bóta almannatrygginga sem tilkomnar eru af tekjum maka eru aðför að persónufrelsi einstaklinga og með ólíkindum að slíkt skuli hafa verið við lýði sem hluti af skattkerfi í langan tíma. Hin mikla hringavitleysa sem tekjutengingar hafa orsakað í almannatryggingakerfinu eru dæmi um ægilegan klaufaskap í áraraðir. Skattkerfið á ekki að vera stjórntæki til þess að færa eina krónu úr vinstri vasa stjórnvalda yfir í þann hægri líkt og verið hefur varðandi bótaskerðingar tekjutengingatilstandsins. Það kostar einfaldlega nokkuð að standa í slíku og á það hefur margsinnis verið bent án þess að ráðamenn hafi lagt eyru við. Þess er vonandi að vænta að þessu veriði breytt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband