Hinir " mjúku stjórnmálamenn" og skoðana og ákvarðanaleysi í íslenskum stjórnmálum.

Samfylkingin hefur í raun verið að hluta til stefnulaus flokkur en kemur nú að stjórnarborði íslenskra stjórnmála, með Sjálfstæðisflokknum sem hefur við formannaskipti all nokkuð einkennst af miklu skoðanaleysi formanns á málum almennt frá því hann tók við. Skoðana og ákvarðanaleysi stjórnmálamanna almennt er lítt til þess fallið að auka áhuga á stjórnmálum hvað þá að lýðræðisvitund almennings sé vakin þegar moðsuða skoðanaleysis veltur áfram.

 Það hefur hins vegar einkennt pólítik Samfylkingar á síðasta kjörtímabili gagnvart þeirri ríkisstjórn sem sat þá að menn voru afar uppteknir af allra handa upphlaupum og persónulegum ádeilum alls konar oftar en ekki gagnvart algjörum aukaatriðum og agnúagangi ýmis konar sem lítið hafði með þróun eins þjóðfélags að gera til lengri tíma litið. Flokkurinn hefur ekki haft skoðun í málefnum sjávarútvegs fyrir kosningarnar sem nýliðnar eru.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur flotið áfram með aðstoð Framsóknarflokksins í ríkisstjórnarsamsstarfi þar sem síðarnefndi flokkurinn hafði með að gera ráðuneyti sem standa þurftu fyrir ákvarðanatöku sem umdeildar voru umfram önnur ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Af því tók sá síðarnefndi fallið án efa í síðustu kosningum. Það hlaut að koma að því. Hvorugir þessara flokka hafa treyst sér til þess að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið sem er handónýtt.

Það heillar ekki við nýjan stjórnarsáttmála að sá hinn sami einkennist af skoðana og ákvarðanaleysi þar sem næstum enga congret ákvarðanatöku er að finna, það er afar slæmt fyrir íslenskt þjóðfélag.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband