Hinir " mjúku stjórnmálamenn" og skođana og ákvarđanaleysi í íslenskum stjórnmálum.

Samfylkingin hefur í raun veriđ ađ hluta til stefnulaus flokkur en kemur nú ađ stjórnarborđi íslenskra stjórnmála, međ Sjálfstćđisflokknum sem hefur viđ formannaskipti all nokkuđ einkennst af miklu skođanaleysi formanns á málum almennt frá ţví hann tók viđ. Skođana og ákvarđanaleysi stjórnmálamanna almennt er lítt til ţess falliđ ađ auka áhuga á stjórnmálum hvađ ţá ađ lýđrćđisvitund almennings sé vakin ţegar mođsuđa skođanaleysis veltur áfram.

 Ţađ hefur hins vegar einkennt pólítik Samfylkingar á síđasta kjörtímabili gagnvart ţeirri ríkisstjórn sem sat ţá ađ menn voru afar uppteknir af allra handa upphlaupum og persónulegum ádeilum alls konar oftar en ekki gagnvart algjörum aukaatriđum og agnúagangi ýmis konar sem lítiđ hafđi međ ţróun eins ţjóđfélags ađ gera til lengri tíma litiđ. Flokkurinn hefur ekki haft skođun í málefnum sjávarútvegs fyrir kosningarnar sem nýliđnar eru.

Sjálfstćđisflokkurinn hefur flotiđ áfram međ ađstođ Framsóknarflokksins í ríkisstjórnarsamsstarfi ţar sem síđarnefndi flokkurinn hafđi međ ađ gera ráđuneyti sem standa ţurftu fyrir ákvarđanatöku sem umdeildar voru umfram önnur ráđuneyti ríkisstjórnarinnar. Af ţví tók sá síđarnefndi falliđ án efa í síđustu kosningum. Ţađ hlaut ađ koma ađ ţví. Hvorugir ţessara flokka hafa treyst sér til ţess ađ endurskođa fiskveiđistjórnunarkerfiđ sem er handónýtt.

Ţađ heillar ekki viđ nýjan stjórnarsáttmála ađ sá hinn sami einkennist af skođana og ákvarđanaleysi ţar sem nćstum enga congret ákvarđanatöku er ađ finna, ţađ er afar slćmt fyrir íslenskt ţjóđfélag.

kv.gmaria.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband