Þarf Frjálslyndi flokkurinn að fræða ráðamenn enn frekar um kvótakerfið ?

Það er nokkuð ljóst að enn þarf að halda málþing og ráðstefnur, fræðslufundi og fyrirlestra um annmarka núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis hér á landi frá a-ö svo boðskapurinn nái eyrum manna. Orsök vanda sjávarbyggða er kerfið sjálft og virkni þess, framsalið. Í raun og veru má með ólíkindum telja að menn skuli ekki fyrir löngu síðan hafa tekið á þessu atriði en því hefur enginn þorað því fjármagnsumsýslan er svo mikil og  magn peninga, að allir falla flatir og enginn gerir neitt og allt dandalast einhvern veginn, eitt skref áfram og fimm afturábak.  Alveg sama þótt engin nýliðun eigi sér stað, alveg sema þótt þorskstofninn sé í sögulegu lágmarki, alveg sama þótt svindlað sé fram og til baka, alveg sama þótt heilu byggðirnar leggist af, og fólkið sé atvinnulaust með verðlausar eignir. Alveg sama þótt allt þetta sé þjóðhagslega óhagkvæmt eins og að 2 plús 2 eru 4 ,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband