Hugleiðing um viðbótarvítamín.
Miðvikudagur, 26. apríl 2017
Ég hef verið að kljást við heilsuvandamál undanfarið til viðbótar við mitt lélega bak, vandamál í fótum þar sem bólga við lið í öðrum fæti hefur verið þess valdandi að ég hef varla getað gengið nokkurn skapaðan hlut. Jafnframt hefi ég fengið bólgur í liði á höndum. Jú sennilega bara gigt og ekkert við því að gera að ráði hefi ég hugsað með mér.
Ég hefi hins vegar verið að taka inn auka kalk nú í nokkur ár þar sem ég er ekki mikið í mjólkurvörum og að ráði doktors. Jafnframt ráðlagði doktor að ég skyldi taka innviðbótar magnesíum.
Nú síðast keypti ég þessi tvö efni saman í einni töflu, þar sem kalkið er rúmlega helmingi meira en magnesíum.
Nú í dag var ég í viðtali við hjúkrunarfræðing sem hefur verið að setja upp hreyfiprógramm fyrir mig og hún sagði að magnesíum og kalk ætti ekki að taka saman. Ég hafði heyrt þetta áður en fór að lesa mér betur til um þetta á netinu og fann þá afar fróðlegar upplýsingar um það að þessi tvö efni skyldu ekki tekin inn saman.
Því til viðbótar kom það einnig fram að hlutfall þessara tveggja efni skyldi vera 2 hlutar magnesíum á móti einum hluta af kalki.
Afar fróðlegt að mér fannst en jafnframt kom það fram á nokkrum stöðum í greinum sem ritaðar voru að kalkið í röngum hlutföllum við magnesíum getur gert ýmsan skaða í líkamanum t.d safnast í liði.
Ég hef í hyggju að gera hlé á mínu bætiefnaátií bili eftir þennan lestur en sannarlega vildi ég að einhver hefði frætt mig meira einhvers staðar um það hið sama.
Lesefnið sem ég fann var ekki á íslenskum síðum heldur enskum.
Nóg í bili.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl!Takk fyrir að deila þessu með lesendum þínum eins og mér. Ég er/var undirlögð af gigt síðastliðið hálft ár,(í höndum og mjöðm),en þráast við að leita til læknis þess vegna.Fann þá í fórum mínum glas með kalk og magnessíum og annað með Zinki. Tók til að bryðja þetta auk hreins magnesíum's og lagaðist mikið.Ég fer þá að endurskoða inntöku á kalk'magnesíum.
Þar sem ég er pillufælin hef ég ekki tekið verkjalyf í nokkur ár,sé ekki tilgang með því,þegar ég er nánast verkjalaus í legu hvíld.
Ps. Er þó að velta fyrir mér framleiðsu þessarar heilsuvöru Magnesím/kalk,ef hún er almennt ekki æskileg til inntöku.MB.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2017 kl. 02:02
Guðrún María. Takk fyrir þennan fróðlega pistil. Er sjálf í mjólkuróþols vandanum og hef einmitt verið að taka kalk og magnesíum saman. Vissi ekkert um þetta.
Fyrir ca ári síðan las ég gamla bók um alþýðulækningar og gigtarsjúkdóma. Þar var bent á hvað gerist ef 2 teskeiðar eplaedik og 1 teskeið hunang er hrært saman og blandað í glas af vatni og drukkið 1 sinni eða oftar yfir daginn, (allt er víst gott í hófi, og án öfga). Svona blanda hreinsar kalk sem safnast í kringum liðina. Ég fann stórmun á liðunum eftir að byrja á þessu einfalda og áhrifaríka ráði.
Svo er Nutri Lenk Gold (hákarlabrjósk, með kalki, mangan, C og D vítamin). Það er orðið alveg nauðsynlegt í daglega bætiefnaskammtinn hjá mér. Það er ódýrast í Bónus, og er selt á kassanum þar. Missti úr 2 vikur í Nutri Lenk Gold fyrr í vetur, og er enn að ná mér á svipað ról aftur. Hef hitt marga sem hafa sömu reynslu og ég af Nutri Lenk Gold hákarlabrjóskinu. Svo það er eitt af þessum ekta bætiefnum sem borga sig fyrir marga með liðverki, þótt það kosti kringum 6000 kr á mánuði.
Bætiefni eru svo sannarlega mörg og misjöfn eins og fólkið. Mín reynsla er að sum séu mjög hjálpleg og önnur ekki. Fer eftir kvillum og einstaklingum. Best er að fá bætiefni úr matnum fyrir þá sem þola allan mat og eru með efnaskipti og næringarupptöku í lagi.
Þessa dagana er ég að velta fyrir mér nýjum einkennum, sem eru höfuðverkur, eymsli í hálsi, slappleiki og aukin magavandamál. Það hefur ekki farið fram hjá mér að loftið er mengað yfir Hafnarfirði öðru hverju. Þessi einkenni fylgja þeirri mengun, sem kom ekki frá Keflavíkursvæðinu. Var í Heiðmörk, þegar þessi dökku ský virtust detta beint niður úr háloftunum fyrir ofan mig. Ekkert eðlileg veðurský.
Var orðin nokkuð góð í fyrradag af þeim heilsuvanda, eftir nokkra mengunarlausa daga.
Svo kom þetta allt aftur í gær, með nýjum eiturefnamegnunum? :(
Getur verið að drykkjarvatnið sé mengað af þessum sérútbúnu og fljúgandi mengunar sprey brúsum háloftanna? Prófaði að drekka bara kristal vatn í nokkra daga um daginn og leið þá betur, fyrir utan orkuleysið?
Eru kannski einhverjir aðrir en ég, með tæpa heilsu fyrir og sem hafa fundið fyrir sömu áhrifum á svæðinu? Það væri fróðlegt að vita?
Fór að leita mér að upplýsingum á netinu eftir þessa mengunarskýja reynslu í Heiðmörk og víðar, og fann ýmislegt fróðlegt. Þar var, og er vonandi ennþá, fróðlegt myndband birt 7.4.2017 á youtube:
Chemtrails Exposed by Doctors, Physist, pilots, Bio Chemist Important Must-See!!
Gangi þér og öðrum sem best að verja ómetanlega dýrmætu heilsuna Guðrún María :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.4.2017 kl. 10:28
Of seint fyrir suma eins og t.d. mig og mína heilsu, að vakna núna til raunveruleikans um eitrunarhernað í heiminum. En það er ekki of seint fyrir framtíðarfólksins heilsuvelferðar og vernd fyrir eitri. Vakna til vitundar um hættulega kúgunarfjölmiðlaeigendur og blekkingar þeirra fjárfestingarisa. Það dugar ekki að loka öllum verksmiðjum heimsins, og gerast sjálfboðaliði í fjöruhreinsunum, ef mengandi herflugvélar verða ekki stoppaðar.
Það er hræðilega ómannúðlegt að ætla vísvitandi að láta ungt fólk og börn í dag, lifa með skerta heilsu og krafta ásamt ólæknandi verkjum í áratugi framtíðarinnar. Eina sem maður getur gert er að benda á blekkingarnar, og vonast til að fólk skilji að blekkingar og þöggun bjargar engum, en skaðar flest alla óbætanlega.
Hér er annað myndband um þessa þögguðu heilsuhættu af völdum stríðsflugvéla háoftanna, á youtube:
Secret Chemtrail Pilot Speaks, on Dec 8, 2014
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.4.2017 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.