Frjálslynd umbótastjórn ?

Varaformaður SF lýsir stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn sem þar sé komin " frjálslynd umbótastjórn " og óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvað hann á við í því sambandi. Getur það verið að samsuða Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar leiði af sér aðferðarfræði sem við í Frjálslynda flokknum höfum verið að boða í íslensku þjóðfélagi ? Minni skattbyrði á þá tekjulægstu, afnám verðtryggingar, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, og almenna leiðréttingu á velferðarhallanum í íslensku þjóðfélagi ? Það kemur í ljós í fyrramálið hversu " frjálslynd stefna " kann þar að koma til sögu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þeir vilja alla vega nefna sig við Frjálslyndaflokkinn!

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband