Stóriðjufjármagnsbraskið heldur áfram undir forystu Landssambands Íslenskra Útgerðarmanna.
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Það mætti stundum halda að Landssambandi Íslenskra Útgerðarmanna komi þetta þjófélag ekkert við þótt þeir starfi og lifi í því hér á landi á stundi sjávarútveg og félagsmenn fái úthlutað aflaheimildum ár hvert. Þótt markmið fiskveiðistjórnunarlaganna sé enn það atriði að viðhalda byggð og atvinnu í landinu með fiskveiðium þá hafa einkahagsmunagróðasjónarmið einstakra fyrirtækja, alfarið varpað fyrir borð vitund um þjóðhagslegar afeiðingar þess að selja og leigja aflaheimilidir millum aðila landið þvert og endilangt. Grétar Mar Jónsson nýkjörinn þingmaður okkar Frjálslyndra var í Kastljósi í kvöld þar sem hann ræddi nýlegar rannsóknir þess efnis að hér við land væru margir þorskstofnar og sökum þess þyrfti að viðhafa svæðisbundna stjórn fiskveiða sem best væri fyrirkomin í sóknarstýringu. Fulltrúi LÍÚ, Björgólfur Jóhannsson, var ekki þess umkominn að ræða það frekar en fulltrúar þessa hagsmunasambands annars hafa yfirleitt verið umkomnir að ræða ástand fiskistofna hér við land undanfarna áratugi, líkt og hagsmunasömtökunum komi það bara ekki við. Meðan lögin um fiskveiðistjórn eru svo vitlaus að það kosti hvorki krónu eða eyri, fyrir fyrirtæki í greininni að selja og leigja frá sér atvinnu úr heilu þorpi með tilheyrandi verðmætasóun, og eignaupptöku , atvinnuleysi osfrv, þ.e. að ekkert stemmi stigu við slíku , þá eru afleiðingar eftir því.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.