Hvernig á að skera sjúkra og almannatryggingar í sundur ?

Mér best vitanlega er almannatryggingakerfið sem nú er við lýði samvaxinn frumskógur reglugerða þar sem oftar en ekki kemur til sögu hinn félagslegi þáttur svo sem tekjur þegar sjúkrakostnaður sjúklinga við leitun í kerfið er metinn með tilliti til greiðsluþáttöku hins opinbera sérstaklega samkvæmt ýmsum lögum og enn fleiri reglugerðum varðandi hina ýmsu sjúkdóma. Ef til vill er meiningin að taka einungis ellilífeyri yfir í félagsmálaflokkinn, en ekki örorkubætur, hver veit ? Einn af þeim annmörkum sem nú eru til staðar til dæmis í þessu kerfi er það atriði að þegar öryrki kemst á ellilífeyrisaldur þá lækka bætur hans frá örorkubótum yfir í ellilifeyri eins stórfurðulegt og það nú er. Kanski hinn nýji heilbrigðisráðherra hyggist ráðast í það verkefni að endurskoða samninga við sérfræðinga annars vegar og útgjöld til stofnanna og grunnþjónustu hins vegar eins og einn forveri hans í embætti réðst í á sínum tíma en þá tel að ekki veiti af að safna orku því sú tilraun endaði að mig minnir með því að sá hinn sami fékk hóp sérfræðinga upp á móti sér sem réðust í blaðaskrif og hamagang þegar taka átti upp tilvísanakerfi. Má í því sambandi minna á það að þá var það landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins sem kom í veg fyrir þá framgöngu þess ráðherra Sighvats Björgvinssonar á þeim tíma sem sló á putta nokkurs konar breytinga í þessu efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já við skulum vona að honum takist það Guðmundur en ég öfunda hann ekki hyggist hann ráðast í miklar breytingar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.5.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband