Kosningar framundan.

Framundan eru kosningar til Alþingis einu sinni enn. Fyrir mig sjálfa er valið auðvelt ég kýs sama flokk og ég kaus í síðustu þingkosningum Framsóknarflokkinn sem er sá miðjuflokkur í íslenskri póltík sem samræmist þeim viðhorfum sem ég kýs að sjá við stjórn landsins. Hann hefur einnig til að bera reynslu í farteskinu af stjórn landsmála til langtíma litið og það skiptir máli. 

Tilraunir nokkurra flokka til þess að mynda kosningabandalag fyrir kosningar að frumkvæði Pírata þar sem viðkomandi ákveða að útiloka sitjandi stjórnarflokka sem og þá flokka sem bjóða fram til Alþingis og hafa minna fylgi finnst mér ekki í anda lýðræðislegra vinnubragða heldur í ætt við forsjárhyggjupólítík.

Raunin er sú að hver einasti flokkur sem gefur sig út fyrir það fyrirfram að geta ekki starfað með öðrum í framboði eftir kosningar er því miður ekki stjórntækur að mínu áliti.

Skylda þeirra sem bjóða sig fram til þings er sú að mynda starfhæfa stjórn að loknum kosningum í ljósi niðurstöðu kosninganna, svo er og verður.

 

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Barasta alveg sammæla þér, nema ég kýs ekki framsókn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2016 kl. 03:18

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyndið leit hér inn til að fagna (en ég kaus Sjálfstæisfl)og svo gerir Halldór einnig. Ég vildi helst að sömu flokkar séu við  völd og síðast.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2016 kl. 05:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Komdu blessuð GMaría og gaman að sjá þig loksins aftur hérna á blogginu.  Það er nokkuð öruggt að ég kýs annan hvorn núverandi stjórnarflokka.  Valið er fremur auðvelt eftir að maður skoðar árangurinn á þessu kjörtímabili á móti ringulreið og ráðaleysi kjörtímabilsins á undan........

Jóhann Elíasson, 23.10.2016 kl. 10:29

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Guðrún.

Þú hefur reyndar margt til þíns máls, en getur þú sammt glaðbeitt gengið Framsóknarveginn breiða þó fyrrum foringi þinn vinsæll, liggi óvígur, svikinn og bakstunginn af sínum eigin í vegræsinu?

Jónatan Karlsson, 23.10.2016 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband