Láglaunafólk á Íslandi situr með skattaáþján og verðtryggingu í viðbót við kvótakerfið.

Skattbyrði hinna tekjulægstu hefur þyngst svo um munar og frysting skattleysismarka á sínum tíma hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda í landinu. Verðtrygging fjárskuldbindinga tryggir lánveitandann frá áföllum en lántakinn borgar brúsann og hinn fyrrnefndi því aldrei í mikilli áhættu einungis sá síðarnefndi. Skyldi það vera skrítið að fólk óski þess að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun þannig að hugsanlega sé mögulegt að borga af verðtryggðu lánunum ? Sjaldan eða aldrei hafa stjórnvaldsaðgerðir hér á landi innihaldið eins mikinn fáránleika í raun þegar upp er staðið og litið á hve illa aðgerðir samræmast gagnvart hinum vinnandi manni í þjóðfélaginu sem og bótaþegum almannartrygginga er taka mið af lægstu launum. Þessu til viðbótar kemur síðan til sögu kerfi fiskveiðistjórnunar sem fer eins og sinueldur um landsbyggðina og hrekur fólk eignalaust á mölina, ásamt atvinnumissi þar sem enginn hefur áhyggjur af því þótt fólk sé hrifið brott af ættjörð sinni, nauðugt í raun. Stjórnarfar sem þetta kallast offar í stjórnvaldsaðgerðum og Íslendingar fengu´nóg af slíku allt til aldamóta síðustu hér á landi.

mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband