Og " patentlausnataskann " dregin fram,til að lækna kvótakerfið á Vestfjörðum.

Línuívilnun, byggðakvóti, halelúja , amen... Enn einu sinni koma menn fram með patentlausnatilstandið sem allir vita að hefur ekkert að segja og engu skilar til langframa meðan menn hafa ekki þor eða kjark til að ráðast í það verkefni að breyta fiskveiðistjórnarkerfi sem virkar ekki fyrir þjóðina. Vestfirðingar hafa fengið nóg af virkni þessa kerfis sem og margir aðrir víða um land, kerfis sem er fjármagnsbraskkerfi en ekki fiskveiðikerfi til framtíðar. Að menn skuli virkilega ekki sjá að frelsi sjómanna til þess að veiða fisk á trillum með handfæri er afar auðvelt að koma á utan þess kvótakerfis sem við lýði er, en slíkt ógnar ekki fiskistofnum hér við land, þvi fer svo fjarri. Það er spurnig um vilja og ákvarðanir , annað ekki.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband