Heilbrigt viðskiptaumhverfi , hagsmunir Íslendinga.
Laugardagur, 19. maí 2007
Við Íslendingar erum fáír og teljumst varla markaður á alþjóðavísu að höfðatölu, og því ríkari skyldur liggja að því að stjórnvöld skapi eðlileg samkeppnisskilyrði við innleiðingu markaðsfrelsis hvers konar, hvarvetna. Óheft frelsi öðru nafni frjálshyggja kann að vörmu spori að snúast í helsi, fákeppni og einokunar, þar sem upphaflegur tilgangur frelsis hvers konar hefur snúist í öndverðu sína og frelsi einstaklingsins er fjötrað í formi þáttöku fjárskuldbindinga svo sem verðtryggðra lána fjármálastofnana sem ætíð tryggja lánveitanda gegn tapi meðan lántakandi greiðir áhættu lánveitandans að fullu dýru verði. Fjármagnsbrasksmarkaður með óveiddan fisk úr sjó í formi kvóta sem stjórnvöld á sínum tíma fengu sem flugu í höfuðið hefur raskað flestu í efnahagsmálum þjóðarinnar sem raska má. Verðtryggðu fjármálastofnanirnar hófu nefnilega að taka óveiddan fisk gildan sem veð og offjárfestingaæði greip um sig með fjármálatilstandi sem nefnt var góðæri fyrir alla landsmenn en lífeyrissjóðir hófu nefnilega að fjárfesta í fyrirtækjunum þegar þau voru á hlutabréfamarkaðnm hinum nýstofnaða. Hinn almenni launþegi hafði náttúrulega ekki hugmynd um tilstandið því hann var ekki sérstaklega spurður um fjárfestingarnar. Árangurinn var og er enginn af skipulaginu því miður sú er raunin og sama má segja um ýmislegt annað sem átt hefur að þjóna landsmönnum sem ágóði af markaðsvæðingu, þar sem tilfærsla þjónustu þýðir meiri kostnað og meiri skatta en ekki minni því ríkisútgjöldin hafa ekkert minnkað í heildina við tilstandið. Væri kanski þörf að leggja nokkra mælikvarða á ákvarðanatökuna með árangursmat innifalið.?
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Guðmundur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.