Flateyri, atvinnan horfin hvað svo ?

Fer ekki heilsugæslan sömu leið , svo skólinn, og loks fólkið allt, hvað annað ? Þetta er kvótakerfi sjávarútvegs með sínum tilfæranlegu aflaheimildum , s.s. sölu og leigu millum útgerðaraðlila. Til hvers var verið að fjárfesta í Vestfjarðagöngum ef þetta er niðurstaðan kæru ráðamenn ? Ef til vill ættu Vestfirðingar að vera undanþegnir sköttum , eða hvað ? Hve lengi á þessi endaleysa að ganga ? Þangað til landsbyggðin hefur endanlega lagt upp laupana og skattfé landsmanna allra hefur orðið eldi að bráð. Skólar , heilsugæsla , samgöngur, hafnarmannvirki, sem skattfé hefur verið varið til af fjárlögum í áraraðir hér og þar ónýtt og engum til gagns, óarðbær fjárfesting án samsömunar við kvótakerfi sjávarútvegs. Á sama tíma geta kvótaeigendur selt sig út úr atvinnugreininni hver um annan þveran, og atvinnugreinin því mergsogin af fjármagnsbraski því sem innifalið er í kerfið. Til þess að bæta gráu ofan á svart virkar kerfið ekki til uppbyggingar verðmesta fiskistofnsins þorksins, því aldrei hefur minni afli verið borin á land en nú. Það er spurning hvað margar bjöllur þurfi að klingja til þess að menn heyri sem og hve margar tölur á blaði þurfi að koma til svo augu manna ljúkist upp.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband