Argaþras og rifrildi eftir kosningar, gat það verið !

Framsóknarmenn ausa úr skálum reiði sinnar í garð  fyrrum samstarfsflokksins í ríkisstjórn og saka um óheilindi, í viðræðum um ríkisstjórnarmyndun. en jafnframt skjóta þeir spjótum að Vinsti Grænum fyrir að skjóta spjótum á þá. Að vissu leyti er það skiljanlegt að Framsóknarmenn þurfi að tjá sig mikið eftir langa dvöl með Sjálfstæðismönnum sem ætíð hafa farið með fjármálaráðuneytið í því stjórnarsamstarfi. Menn virðast annars hafa notað gemsana mikið út og suður til þess að ráða ráðum sínum því ekki virðist lengur þurfa formlega fundi í reykfylltum bakherbergjum til þess að tengja saman víra hér og þar. GSM símarnir duga. Þeir hafa því að öllum líkindum tekið við af hinum reykfylltu bakherbergjum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þú segir nokkuð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.5.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband