Tveir flokkar sem hvorugir þora að umbreyta í sjávarútvegsmálum.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa engar áhyggjur af því að minni þorskur en nokkurn tíma sé á land borinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn lætur alla gagnrýni á kerfið sem vind um eyru þjóta meðan sjávarþorpin verða atvinnu og bjargarlaus eitt af öðru og Samfylking hefur ekki viðrað skoðanir á sjávarútvegsmálum sem heitið geti allt kjörtímabilið síðasta né heldur fyrir þessar kosningar. Mér hugnast því ekki samstarf þessarra flokka með tilliti til endurskoðunar eða umbreytinga á ónýtu kerfi sem er fyrir löngu gengið sér til húðar og mun þurfa að umbreyta innan fárra ára sjálfkrafa.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru Framsóknarmenn sem hafa varið þetta kvótakerfi með ráðum og dáð og sett sjávarútvegsbyggðir þessa lands á hausinn..

Við skulum spyrja að leikslokum.. ég held að það sé öruggt mál að eitthvað verði gert sem verður vonandi byrjun á enn frekari góðum aðgerðum...

Björg F (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband