Almannahagsmunir ofar eiginhagsmunum einstakra flokka.

Enn sem komið er hefur íslenskt samfélag möguleika til þess efnahagslega að skipta þjóðarkökunni réttlátlega millum þegnanna. Frelsi einstaklingsins til athafna að uppfylltum skilyrðum réttlátrar skattöku gagnvart öllum er greiða skatta til samfélagsins, er forsenda framþróunar og jöfnuðar. Atvinnufrelsi á ekki að vera til sölu sem vara á leigumarkaði stórfyrirtækja í einkaeigu, eins og á sér stað í sjávarútvegi, fremur en frelsi til viðskipta og verslunar megi þurfa að lúta allt að því einokun risafyrirtækja á hverju sviði fyrir sig. Það þarf að halda byggð í landinu öllu ekki aðeins hluta þess og það veltur á atvinnustefnumótun annari en tilfærslu örfárra starfa hins opinbera út á land. Íslendingar hafa alla burði til þess að anna eigin þörfum um matarforða í landbúnaði og sjávarafurðum en á þeim sviðum liggur jafnframt tækifæri um það atriði að taka forystu sem þjóð með vitund um mikilvægi sjálfbærni á sviðum matvælaframleiðslu sem og fullvinnslu í stað hráefnisútflutnings afurða. Nægileg þekking og kunnátta er fyrir hendi hér á landi til þess að þróa gömlu atvinnugreinar sjávarútvegs og landbúnaðar í farveg framtíðar með umhverfisvitund að leiðarljósi í framleiðsluaðferðafræði allri. 

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hver ætlar að sjá um meinta "skiptingu" og á hvaða forsendum byggja þeir "skiptingu" sína á "kökunni"? Ef ég þéna, segjum, milljón á mánuði, og annar þénar, segjum 100.000 á mánuði, er þá réttlát "skipting" á "heildarlaunum" okkar eitthvað sem líkist ca 550 þús á mann? Hvaða hlutfall hafðir þú í huga hér? 51/49? 55/45? 70/30?

Geir Ágústsson, 17.5.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Geir.

Stjórnvöldum ber að sjá til þess á hverjum tíma að skattbyrði leggist jafnt á þegnanna, og til þess eru leiðir aðeins spurning um vilja og vitund til þess að nota þær og nýta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.5.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband