Kjörnir þingmenn hafa traust kjósenda.

Orð fjölmiðlamanna um íslenzka pólítik eru á stundum lituð af flokkadráttum ellegar menn mynda sér skoðanir af magni frétta er viðkomandi lifir og hrærist í um tíma. Það er ótrúverðugt af einhverjum að henda fram orðum um að einum tilteknum stjórnmálaflokki sé ekki treystandi við stjórnvöl landsins hafandi fengið til þess lýðræðislegt umboð tiltekins fjölda kjósenda fyrir nokkrum dögum síðan. Raunin er sú að Frjálslyndi flokkurinn var nær stöðugt fréttaefni fyrir jól og fram í janúarmánuð í fjölmiðlum þar sem persóna fyrrum framkvæmdastjóra og ritara var til umræðu og einhverra hluta vegna var forsíða Morgunblaðisins lögð undir fréttina hvers vegna veit sú er þetta ritar ekki en upp frá þessu auglýsti viðkomandi einkablogg á netinu, áður en viðkomandi gekk til varaformannskjörs í flokknum. Síðar var því lýst yfir af hálfu viðkomandi að alltaf hefði verið meiningin að yfirgefa flokkinn þrátt fyrir þáttöku í þessu kjöri sem var sem blaut tuska í garð flokksmanna. Viðkomandi tók svo þátt í því að stofna annan stjórnmálaflokk ásamt öðrum en náði ekki kjöri til þings þar á bæ. Þannig var það í stuttu máli. Veldur hver á heldur, fyrr og síðar. Ef til vill lét Frjálslyndi flokkurinn yfir sig ganga of mikið af yfirlýsingum sem lítil sem engin stoð var fyrir af hálfu fyrrum framkvæmdastjórans í fjölmiðlum einkum og sér í lagi varðandi nýja félaga í flokknum og varaformann flokksins, en því verður ekki breytt úr þessu og flokkurinn hélt sínu fylgi frá í síðustu kosningum með kjöri fjögurra þingmanna á Alþingi Íslendinga.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Hanna Birna.

Sannleikurinn er sagna bestur í þessu efni og það atriði að við skyldum fá til liðs við okkur tvo sitjandi þingmenn annarra flokka, eftir þessa uppákomu, segir meira en mörg orð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband