Kjörnir ţingmenn hafa traust kjósenda.
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Orđ fjölmiđlamanna um íslenzka pólítik eru á stundum lituđ af flokkadráttum ellegar menn mynda sér skođanir af magni frétta er viđkomandi lifir og hrćrist í um tíma. Ţađ er ótrúverđugt af einhverjum ađ henda fram orđum um ađ einum tilteknum stjórnmálaflokki sé ekki treystandi viđ stjórnvöl landsins hafandi fengiđ til ţess lýđrćđislegt umbođ tiltekins fjölda kjósenda fyrir nokkrum dögum síđan. Raunin er sú ađ Frjálslyndi flokkurinn var nćr stöđugt fréttaefni fyrir jól og fram í janúarmánuđ í fjölmiđlum ţar sem persóna fyrrum framkvćmdastjóra og ritara var til umrćđu og einhverra hluta vegna var forsíđa Morgunblađisins lögđ undir fréttina hvers vegna veit sú er ţetta ritar ekki en upp frá ţessu auglýsti viđkomandi einkablogg á netinu, áđur en viđkomandi gekk til varaformannskjörs í flokknum. Síđar var ţví lýst yfir af hálfu viđkomandi ađ alltaf hefđi veriđ meiningin ađ yfirgefa flokkinn ţrátt fyrir ţáttöku í ţessu kjöri sem var sem blaut tuska í garđ flokksmanna. Viđkomandi tók svo ţátt í ţví ađ stofna annan stjórnmálaflokk ásamt öđrum en náđi ekki kjöri til ţings ţar á bć. Ţannig var ţađ í stuttu máli. Veldur hver á heldur, fyrr og síđar. Ef til vill lét Frjálslyndi flokkurinn yfir sig ganga of mikiđ af yfirlýsingum sem lítil sem engin stođ var fyrir af hálfu fyrrum framkvćmdastjórans í fjölmiđlum einkum og sér í lagi varđandi nýja félaga í flokknum og varaformann flokksins, en ţví verđur ekki breytt úr ţessu og flokkurinn hélt sínu fylgi frá í síđustu kosningum međ kjöri fjögurra ţingmanna á Alţingi Íslendinga.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er rétt Hanna Birna.
Sannleikurinn er sagna bestur í ţessu efni og ţađ atriđi ađ viđ skyldum fá til liđs viđ okkur tvo sitjandi ţingmenn annarra flokka, eftir ţessa uppákomu, segir meira en mörg orđ.
kv.gmaria.
Guđrún María Óskarsdóttir., 17.5.2007 kl. 02:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.