Mikilvægi þess að auka hlut smábátaflota í fiskveiðum við Ísland er mikið.

Ég lit svo á að eitt stærsta umhverfismál samtímans sé aukning fiskveiða við landið með veiðarfærum í sátt við lífríkið , handfærum og línu, ekki dregnum veiðarfærum við hafsbotn. Aukning starfa á þjóðhagslegan mælikvarða við fjölgun smábáta þýðir skattalega innkomu í þjóðfélagið af störfum við veiðar og starfssemi þar sem nýting uppbyggðra hafnarmannvirkja um allt land skilar sér ,svo ekki sé minnst á það atriði að stemma stigu við þeim landsbyggðaflótta sem núverandi system kerfis sjávarútvegs hefur innihaldið. Fiskiskipastólinn þarf að skoða og aðgæta hve mikið magn hans er til staðar með dreginn veiðarfæri er raska hugsanlega lífríki sjávar og endurmeta aðferðafræði í ljósi þess. Uppbygging þorsks við Ísland hefur mistekist í núverandi kerfi sjávarútvegs og menn verða að gjöra svo vel að horfast í augu við þá hina sömu staðreynd fyrr eða síðar. Verðmætasóun er alla jafna fylgir kvótakerfum svo sem hinu íslenska í formi brottkasts og lélegrar nýtingar sjávarfangs er atriði sem við eigum ekki að sætta okkur við að sé til staðar. Endurmat á aðferðafræði vísinda á Íslandi við veiðar úr hafinu er nauðsynlegt í ljósi reynslu síðustu tveggja áratuga og stjórnvöldum ber skylda til þess að hefjast handa við það hið sama endurmat.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála.kv.

Georg Eiður Arnarson, 16.5.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband