Hugum að heilsunni fyrr en síðar.

Sú er þetta ritar hefur mátt kljást við bakvandamál all nokkuð með allra handa úrlausnum þar að lútandi frá því um tvítugt. Ætíð er það hins vegar sama sagan að þegar manni batnar þá hamast maður einhvers staðar of mikið aftur í stað þess að taka mið af vandamálinu. Á sínum tíma vann ég við það 17 eða 18 ára að baka kex í verksmiðju þar sem við kvenfólkið máttum þurfa að burðast með 50 kg sykurpoka milli staða svo ekki sé minnst á marga 25 kg. smjörlíkiskassa á sífelldu flakki. Um það bil ári síðar hóf ég störf hjá Sláturfélaginu á Skúlagötunni og fannst það lítið mál að fylla 20 kg kassa af vörum og vippa milli staða en einn aldinn samstarfsmaður minn þá lét þess getið við mig að ég væri fín í sjómennsku svona " kraftakona ". Frá þessum tíma skyldi maður ætla að mikið vatn hafi runnið til sjávar varðandi vinnuvernd og líkamlegt álag starfa á vinnumarkaði. Ég er hins vegar ekki svo viss um að verkalýðsfélögin hafi látið sig þessi mál varða nægilega mikið gagnvart sínum félagsmönnum enn þann dag í dag. Ofálag starfa er að finna einkum og sér í lagi í opinbera geiranum þar sem ekki tekst að manna stöður og álag leggst á þá sem fyrir er hvoru tveggja líkamlegt og andlegt. Við sjálf þurfum að vaka í þessu sambandi og huga að heilsunni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband