Afskipti markaðsmanna af kosningum til Alþingis.

Jóhannes Jónsson í Bónus auglýsti stuðning sinn við einn einstakan stjórnmálaflokk nokkru fyrir kosningar til þings. Þar var um að ræða heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Eru auglýsingar Jóhannesar þess valdandi að ekki tókst að fella ríkisstjórnina ? Spyr sá sem ekki veit ? Er það eðlilegt að forsvarsmenn stórfyrirtækja blandi sér í kosningabaráttu með þessu móti, þar sem nokkuð ljóst er að almenningur í landinu hefur ekki efni á því að auglýsa heilsíðuauglýsingar sem slíkar þótt vilji væri fyrir hendi ? Það gerðist í kosningunum 2003 að þáverandi framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækis sá sig tilknúinn til þess að vara við hugmyndum Frjálslynda flokksins um breytingar á kvótakerfinu í blaðagrein sem fulltrúi fyrirtækisins. Var það eðlilegt ? Tel alveg tímabært að ræða þessi mál.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Þessi yfirlýsing hans er einkennileg í ljósi þess, að hann og fleiri aðilar af Baugsmálinu hafa haldið fram að þessar árásir á hann og fjölskyldu hans hafi komið bein út Valhöll.  

Hver mann ekki eftir vínberjunum sem voru farinn að gerjast.

haraldurhar, 16.5.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.


Sæll.

Burtséð frá því að hann leggur til að einstaklingur á lista skuli strokaður út , ( sem mér persónulega finnst ekki til fyrirmyndar) leggur hann til að einn flokkur skuli kosinn umfram aðra.

Ég tel þar um að ræða afskipti markaðsmanns af kosingum til Alþingis sem ég er ekki alveg sátt við.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband