Velferðarmálin brenna á fólkinu í landinu.

Það var áberandi í þessari kosningabaráttu hve margir aldraðir láta sig málefni þjóðfélagsins varða, þar sem kjörin og afkoman eru mál númer eitt , tvö og þrjú. Fólki er misboðið. Sama máli gegnir um lágtekjufólk og fólk sem hefur mátt lúta heilsutapi. Þessir hópar hafa ekki eygt þann kaupmátt sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa rætt sem " árangur allra handa-góðærisveislan " enda verið að greiða skatta af bótum sem fylgja fáránlegum láglaunatöxtum sem viðgangast sem laun á vinnumarkaði. Sjálf vildi ég sjá hið háa Alþingi takast á við það verkefni að skilja á milli verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða, hvað varðar það atriði að stjórnir félaga skipi í stjórnir sjóðanna. Þarna er nefnilega óeðlileg samtenging á milli að mínu viti, þar sem fjárfestingar sjóðanna í atvinnulífinu kunna að hafa áhrif á samninga um kaup og kjör á vinnumarkaði, vegna þess að verkalyðsfélögin skipa í stjórnir sjóðanna. Því til viðbótar eiga nú setu fulltrúar atvinnurekanda í sjóðunum vegna viðbótaframlags þeirra er samningar innihéldu eitt sinn og samþykktir voru. Samtenging vinstri flokkanna við verkalýðshreyfinguna bæði VG og Samfylkingar hefur allsendis ekki orðið til þess að þessir flokkar hafi svo mikið sem andað á skipulagsbreytingar nokkurs konar þar á bæ sem ég tel þó nauðsynlegar ef skipulagið skal fylgja þróun þjóðfélagsins úr miðstýringu í frelsi fólksins. Frelsi fólksins og verkalýðsfélaga fer ekki í flokksgreinarálit og félögin þurfa að vera óháð öðru en þvi að standa vörð um kjör hins almenna félagsmanns hvarvetna, og aftengd umsýslu með fjárfestingar lífeyrissjóða í atvinnulífinu á sama tíma. Sem dæmi er enn til miðstjórn ASÍ sem er tímaskekkja veruleg hvað varðar baráttu fyrir kjörum fólks á hinum ýmsu stöðum sem ekki verður normuð niður í ákvarðanatöku í miðstjórn verkalýðsfélaga á Íslandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband