Á að endurskoða kvótakerfi sjávarútvegs ?

Sú stjórn sem kemur til með að verða mynduð sem starfshæfur meirihluti mun þurfa að takast á við það verkefni að endurskoða kvótakerfi sjávarútvegs hvort sem þeim hinum sömu líkar betur eða ver. Ágallar þessa kerfis hrópa á aðgerðir sem ekki þola bið. Landsbyggðin hefur sent skýr skilaboð til stjórnvalda að ég tel, hingað og ekki lengra. Fjármagnsbraskið hefur orðið fiskveiðum og uppbyggingu fiskistofnanna yfirsterkara og sökum þess er landsbyggðin í rúst. Formúlur fiskveiðiráðgjafar stjórnvalda í uppnámi og endurskoðun því óhjákvæmileg. Fiskimiðin sameign ? Ég er ansi hrædd um að nýr stjórnarsáttmáli þurfi að kveða afar skýrt á um það atriði að fiskimiðin kring um landið séu í raun sameign íslensku þjóðarinnar í framkvæmd en ekki sem orð á blaði.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband