Frjálslyndi flokkurinn heldur sínu fylgi.

Við Frjálslyndir stóðum sjóinn og héldum fylgi frá síðustu kosningum, það er vel. Reyndar finnst mér við eiga vel inni fyrir einum manni enn a.m.k. og maður veltir fyrir sér jöfnunarkerfinu og vægi atkvæða í því sambandi. Ég þakka þann stuðning við okkar málsstað sem skilað hefur okkur stöðu í íslenskum stjórnmálum sem er til áframhaldandi vaxtar og uppbyggingar. Sterk forysta flokksins nú um stundir og samstaða og samvinna flokksmanna sem aldrei fyrr mun verða til þess að áherslumál okkar svo sem ómögulegt kvótakerfi sjávarútvegs, ómögulegt skattkerfi fyrir þá tekjulægstu, og málefni innflytjenda, verður enn rætt og reifað í sölum Alþingis.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband