Burt með ríkisstjórn misskiptingar auðs á Íslandi.

Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að því að fella núverandi ríkisstjórnarflokka úr sessi. Guðjón Arnar Kristjánsson kom því afar vel til skila í sjónvarpsumræðum formanna flokkanna, þar sem hann dró fram allt það andvaraleysi sem núverandi stjórnvöld hafa orðið uppvís að í garð hinna tekjulægstu í þessu landi, þar sem vinnandi fólk hefur verið fjötrað sem þrælar á skattagaleiðu ríkisstjórnarflokkanna. Á sama tíma og kvótahandhafar selja sig út úr sameign þjóðarinnar sem ekkert væri og enginn þorir að andmæla. Aldraðir, og sjúkir ásamt börnum, afgangsstærð í samfélaginu sem ekkert má kosta meðan ríkisstjórnarflokkar guma af hinu guðdómlega góðæri með meðaltalsútreikningum af launum forstjóra fjármálafyrirtækja, annars vegar og verkamannalaunum hins vegar, þar sem meðaltalið rýkur yfir öll viðmið meðaltekjumannsins , vegna mismunar á eitt hundrað þúsund krónum og einni milljón í mánaðarlaun. " Drengir sjáiði ekki veislunna " sagði fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar í þinglok og hvílíkt og annað eins vitundarleysi um kjör fólks í landinu er vandfundið. Hinn vinnandi maður í opinberri þjónustu á Íslandi hefur ekki verið í veislu svo mikið er víst, heldur ekki fólk sem lokið hefur ævistarfi eða fatlaðir á bótum almannatrygginga. Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa því klæðst " Nýju fötum keisarans " í tilraunum sínum til þess að telja almenningi trú um að góðæri ríki í landinu fyrir alla. Svo er ekki því skulu núverandi valdhafar víkja fyrir þeim sem vilja umbreyta þeim áherslum.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að koma úr kjörklefanum, rafmagnað að setja x við F á seðilinn og veita þeim flokki atkvæði sem:

1) hefur verið duglegastur við að fletta ofan af svínaríinu i kvótakerfinu!
2) hafa traustar áherzlur í sjávarútvegs-, skatta- og velferðarmálum!
3) hefur mestu möguleikana á að fella núverandi ríkisstjórn!

og svo koma þeir í Frjálslynda flokknum hreint til dyranna eru ákveðnir og þora að segja hlutina umbúðalaust!!!

Ragnar (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Góð grein María. þetta er allt rétt sem þú segir í þinni grein ég vona að fólk sé farið að sjá  gegnum það óréttlæti sem hér hefur þryfist allt of lengi. Við viljum breytingar eina sem þarf að gera  er að kjósa rétt

Baráttukveðjur X Við F 

Grétar Pétur Geirsson, 12.5.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband