Frjálslyndi flokkurinn með heildarhagsmuni fyrir land og þjóð.

Við viljum lagfæra velferðarhallann í íslensku samfélagi með skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu sérstaklega í eitt skipti fyrir öll. Um það er órofa eining í mínum flokki. Við viljum breyta kvótakerfi sjávarútvegs til umbóta fyrir íslenska þjóð til framtíðar, þar sem sameign þjóðarinnar verði í verki á ný sameign sem landsmenn allir njóti góðs af. Mikilvægi þess að takast á við þetta verkefni kann að skipta sköpum fyrir efnahagslegar undirstöður komandi kynslóða á Íslandi. Við höfum frá upphafi barist fyrir byggð á landinu öllu og þar gegnir íslenskur landbúnaður hlutverki nú eins og frá örófi alda. Við viljum gera öllum greinum landbúnaðar sem byggja á landnytjum jafn hátt undir höfði, og viljum taka upp búsetustyrki og takmarka framleiðslustyrki og minnka bein afskipti hins opinbera af atvinnugreininni. Frelsi til athafna er forsenda framþróunar í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Frjálslyndi flokkurinn vill setja manngildi í öndvegi hvarvetna í samfélaginu.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er að mörgu leiti sammála þer og vona bara að ykkkur gangi allt i hagin/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 12.5.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þakka þér kærlega Halli, góðar kveðjur til þín.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.5.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband