Rekstrargrundvöllur þjónustustofnanna hins opinbera.

Það er EKKI nóg að setja inn í lagaklásúlur hitt og þetta sem fögur markmið á blaði um að stofnanir hins opinbera skuli veita svo og svo mikla þjónustu við , börn, fatlaða , aldraða , og  sjúklinga ef rekstur er ekki tryggður í formi mönnunar stofnana sem þessara. Þjónusta sem þessi krefst að hluta til sérmenntaðra fagaðila sem greiða þarf laun í samræmi við menntun starfa. Jafnframt þurfa fagstéttir að hafa sér til aðstoðar ófaglærða sem einnig hafa að hluta til menntun til starfa. Það kostar launagreiðslur sem viðhalda stöðugleika í starfmannahaldi viðkomandi stofnanna, sem er hluti af þeim gæðum sem tilgangur og markmið þjónustu þessarar inniheldur, alveg sama hvort um er að ræða uppeldi barna, aðhlynningu aldraðra, sambýli fatlaðra, ellegar aðra þá þjónustu sem lögbundin er að hið opinbera skuli inna af hendi.  Hér er átaks þörf sem duga skal lengur en til nokkurra mánuða í senn og það verður ekki lengur lagt á stjórnendur að leysa ástandið einhvern veginn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Má ekki líkja heilbrigðiskerfinu við snjóbolta sem hendist niður brekku, alltaf meiri og meiri kostnaður.  Konur sem áður voru heima og hugsuðu um börn, sjúklinga og gamalmenni eru úti á vinnumarkaði og geta ekki lengur sinnt þessari þjónustu sem hleðst á ríki og borg.

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband