Borða meiri fisk segir Lýðheilsustofnun, en hvað kostar fiskurinn ?

Eitt stykki mistýringarapparat kom til sögu í tíð núverandi ríkisstjórnar Lýðheilsustofnun til þess að stjórna lýðheilsu. Já ef það skilar árangri gott mál miðað við tilkostnað ok, en annars má endurskoða hlutina. Eitt atriði af þvi sem komið hefur fram í manneldismarkmiðum útgefnum frá Lýðheilsu eru skilaboð um að auka fiskneyslu. Það er hins vegar nokkuð óskiljanlegt í ljósi þess að fiskur er að verða munaðarvara fyrir almenning og harðfiskur til dæmis er eitthvað sem er álíka gulli og perlum sem æ færri hafa efni á að veita sér. Það skyldi þó aldrei vera að fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska og verðmyndun á sjávarafurðum í því kerfi þyrti að endurskoða í ljósi útgefinna manneldismarkmiða stofnanna eins og Lýðheilsustofnunar. Nema núverandi ríkisstjórn hyggist fara að niðurgreiða fiskinn úr hafinu fyrir neytendur ! Vonandi að fiskistofnanir hafi ekki hrunið alveg áður.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm.. hvað ætli eitt stykki Lýðheilsustofnun kosti? og hvaða árangri skilar hún?

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.5.2007 kl. 03:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það verður að öllum líkindum lagt á árangursmatsvogarskálina þegar hún finnst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.5.2007 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband