Nýtt stjórnkerfi fiskveiða er þjóðhagsleg nauðsyn.
Föstudagur, 11. maí 2007
Það er alveg sama hve oft og hve lengi er bent á ágalla núverandi kvótakerfis fiskveiða, stjórnvöld neita að ræða um ágalla kerfisins sem frá upphafi voru innbyggðir í lögin um stjórn fiskveiða, ekki hvað síst með framsals og leiguákvæðunum sem komu til um það bil áratug síðar. Frændur okkar Færeyingar neituðu að vinna eftir slíku rugludallakerfi verðmætasóunar. Hvernig í ósköpunum gat það verið þjóðhagslega hagkvæmt að nokkrir útgerðarmenn fengju afhentar heimildir til veiða um aldur og ævi á grundvelli þriggja ára reynslu við fiskveiðar nokkur ár ? Útgerðarmenn sem fengu síðan afhent leyfi frá Alþingi til þess að versla með heimildirnar ( óveiddan þorskinn ) og kaupa upp tapfyrirtæki og komast hjá sköttum í áraraðir , leggjandi heilu byggðarlögin í rúst og allt sem þar var innanborðs hafnarmannvirki, vegagerð , þjónusta , íbúðarhúsnæði og tilvist fólks í sínum heimahögum. Því til viðbótar hefur nú verið dregið fram svindlið og svínaríð sem viðgengst í þessu þjóðhagslega óhagkvæma kerfi þar sem sannarlega er ekki hægt að tala um " hina góðu þorskahirða " þ.e. þá sem hugsa um þorskinn og uppbyggingu hans hér við land, þegar aflatölur eru úti í móa sem " vísindamennirnir " skulu leggja til grundvallar áframhaldandi ákvarðanatöku um veiðar á næsta ári. Ábyrgð útgerðarmanna er mikil og þeir hinir sömu geta ekki vísað ábyrgðinni á stjórnvöld alfarið því þeir eru handhafar heimildanna og þeirra ætti að vera hagur að byggja upp þorskstofninn fremur en eitthvað annað. Þá hina sömu ábyrgð hefur ekki verið að finna og því verða stjórnvöld að breyta um aðferðir hér á landi og það eins og skot því okkur ber að skila komandi kynslóðum framtíð við öflun sjávarfangs við Ísland.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.