Kommúnismi eða kapítalismi hvar liggja landamærin og hver er hvorum megin ?

Forræðishyggja  ýmis konar í formi laga er talin einkenna fyrrum ráðstjórnarríki kommúnismans. Mín skoðun er sú að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi gengið yfir þau mörk sem aðgreina kapítalisma annars vegar og kommúnisma hins vegar varðandi algera ráðstjórn og valdaoffar í formi lokaðra atvinnugreina svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði þar sem sektir og valdboð einkenna sjávarútveginn með tilheyrandi svindli og svínarí sem viðgengst þegar slíkt offar einkennir stjórnvaldsathafnir. Annað dæmi þessa eru stofnanir hins opinbera þar sem þjónusta og rekstur á ekki að kosta neitt og láglaunapólítík viðgengst svo til vandræða horfir um gæði meðan ríkið sjálft gumar sig af því að hafa ríkiskassann á núlli. Lög á lög ofan um alla skapaða hluti jafnt mögulega sem ómögulega hafa orðið til í tíð núverandi ríkisstjórnar þótt ekki hafi verið á bætandi við það sem fyrir var. Frelsið sem menn hafa gumað sig af virtist ekki frelsi í raun því fákeppni og einokun allra handa varð niðurstaðan þar sem fáir útvaldir eignuðust frelsið einhverra hluta vegna til þess að græða á því  og braska með það að vild. Það er því ráðstjórn og forsjárhyggja sem einkennt hefur tíð núverandi ríkisstjórnarflokka þar sem patentlausnafyrirbærið hefur einkennt aðferðafræðina við að stoppa í götin rétt fyrir kosningar og lofa bót og betrum þótt ekki breytist neitt til bóta. Það er ekki hægt að ræða árangur meðan skuldastaða heimilanna í landinu er með því móti sem hún er, frekar en árangur við uppbyggingu þorskstofns á Íslandsmiðum. Með öðrum orðum stöðnuð aðferðarfræði sem ekki hefur lotið endurskoðun í anda kommúnismans gamla í ráðstjórnarríkjunum.

Okkur Íslendinga vantar ekki meira af slíkri forsjárhyggju.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband