Unga fólkið mun erfa landið, unga fólkið tekur upplýstar ákvarðanir.

Það var mér mikið ánægjuefni að ræða við ungan mann sem er að kjósa í fyrsta skipti á ævinni og gerði sér ferð á kosningaskrifstofu Frjálslyndra  í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld til þess að kynna sér stefnu flokka í stjórnmálum og fá útskýringar um hlutina. Unga kynslóðin veit allt milli himins og jarðar enda hluti af upplýsingasamfélagi því sem nú er orðið til, sú kynslóð hefur horft upp á hinn ýmsa vandræðagang við það atriði að þjóðfélagið virki fyrir alla sem réttlátt þjóðfélag, þar sem barist er á banaspjótum um keisaranna skegg um hver er bestur. Allt það hið mikla magn vitnesku sem unga fólkið hefur mátt viða að sér í formi þekkingar gegnum grunnskólann og sitt samfélag gerir það að verkum að fólk leitar að forsendum til þess að taka upplýsta ákvörðun sem kjósendur er veita flokkum brautargengi á Alþingi Íslendinga til ákvarðana fyrir land og þjóð. Unga fólkið erfir landið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband