" Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking..... "

Að hlusta á Kristján Þór Júlíusson fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi drepa málefnum sjávarútvegs á dreif með aumlegri útskýringu sem ekki stenst um fiskveiðistjórn Færeyinga, minnir á það atriði að ekki eiga allir mikið erindi á Alþingi Íslendinga sem þannig ætla að komast hjá því að horfast í augu við staðreyndir og ræða þær. Svo vill til að einum alþingismanni , Sigurjóni Þórðarsyni var boðið til Brussel á þing Evrópusambandsins ásamt ráðgjafa Færeyinga Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi þar sem þeir kynntu sínar hugmyndir um fiskveiðistjórn fyrir um það bil ári síðan. Hvers vegna ? Jú þeir höfðu ferðast um Bretland þar sem hugmyndir þeirra vöktu athygli en Evrópusambandið hefur mátt horfast í augu við ofveiði og hrun fiskistofna. Sigurjón er líffræðingur og skilningur hans á vistkerfinu og framgangi þess því til staðar. Frjálslyndi flokkurinn er nefnilega svo heppinn að hafa þingmenn og frambjóðendur með sérfræðikunnáttu á fiskveiðikerfinu sem ekki fyrirfinnst í öðrum stjórnmálaflokkum en Magnús Þór er fiskifræðingur, og Guðjón Arnar með reynslu af Íslandsmiðum sem er ómetanleg. Valdimar Leo er menntaður í fiskeldisfræðum og Grétar Mar veit allt um íslenskan sjávarútveg sem vita þarf. Kolbrún kemur úr sjávarplássi sildarævintýrisins Raufarhöfn þar sem hún ung að árum saltaði síldina. Kristinn H. veit allt sem vita þarf um andvaraleysi gagnvart byggðum landsins, og afleiðinga af völdum þess hér á landi. Jón Magnússon hefur efnahagslegar útskýringar á hreinu varðandi meinta hagræðingu kvótakerfis til handa landi og þjóð.  Við blásum því á blaður stjórnarflokka um fiskveiðikerfi fyrir land og þjóð, því slíkt er fjarri sanni.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband