Auðlind númer eitt er lífríki hafsins kring um landið.

Hvers konar umræða um umhverfismál er hjóm eitt ef lífríki hafsins kring um landið er ekki þar meðferðis og umgengni mannsins um það hið sama lífríki sem haldið hefur lífi og skapað verðmæti til handa íslenskri þjóð í aldir. Svokallaðir umhverfisverndarsinnar  hér á landi, hafa ekki látið sig lífríki hafsins varða hér , þvert á það sem gerist annars staðar í heiminum þar sem umhverfisvernd einkennist ekki hvað síst af vitund á vitrænum grunni gagnvart því atrið að hafið er matarforðabúr þjóða heims. Ef við eyðileggjum þessa auðlind skjótum við undan okkur fæturna Íslendingar. Flóknara er það ekki og forgangsöðun umhverfisverndar er og verður hjá okkur Íslendingum vöxtur og viðgangur fiskistofna við landið, með kerfi sem vinnur í sátt við móður náttúru en ekki gegn henni. Frjálslyndi flokkurinn er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem forgangsraðar málaflokkum á þann veg að berjast fyrir breytingum á kerfi sem vinnur gegn uppbyggingu fiskistofna á miðunum kring um Ísland. Hann er því eini raunverulegi umhverfisverndarflokkurinn á Íslandi sem forgangsraðar áherslum til breytinga samkvæmt almannahagsmunum til langtíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband