Nýting náttúruauðlinda í svindl og braskkerfi aðalatvinnuvegarins ?

ER þorsksstofninn hruninn vegna þess að veitt hefur verið miklu meira en nokkrar tölulegar upplýsingar segja til um ? Með brottkasti fiskjar , og lönduðum afla framhjá vigt ? Dettur mönnum í hug að forsendur Hafrannsóknarstofnunar til útreikninga á stofnstærð geti hugsanlega verið í lagi þegar dregið hefur verið fram að kerfið og tölulegar upplýsingar eru verulega á reiki ? Ætla starfandi stjórnmálaflokkar í landinu að axla þá ábyrgð að skoða þessi mál eða ætla þeir ekki að gera það ? Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi bent á annmarka fiskveiðistjórnunarkerfisins, annmarka sem nú hafa verið dregnir fram í dagsljósið af fjölmiðlum, með fjölmörgum heimildarmönnum sem staðfesta ástandið og lýsa svindli sem altöluðu fyrirbæri sem er stóralvarlegt mál. Það er légleg nýting náttúruauðlinda að ástundað sé svindl og brask á kostnað náttúru lífríkis hafsins kring um Ísland.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband