Landssamband eldri borgara bendir á rangfærslur stjórnmálamanna.

Upphæð ellilífeyris hér á landi setur okkur í næst neðsta sæti Norðurlandaþjóða í því efni og allt tal um eitthvað annað því út í bláinn. Ég hef fylgst vel með baráttu Ólafs Ólafssonar fyrrverandi Landlæknis gagnvart hagsmunum eldri borgara hér á landi og tel hann hafa staðið sig vel í því efni ásamt Einari Árnasyni hagfræðingi landssambandsins sem ár eftir ár eftir ár hafa ritað greinar um til dæmis frystingu skattleysismarka og þá áþján sem sem sú aðgerð orsakaði til handa þeim tekjulægstu í þjóðfélaginu. Svo vill til að þar eru samferða öldruðum , öryrkjar og láglaunafólk á vinnumarkaði sem hreinlega hefur verið rænt afkomumöguleikum eftir greiðslu skatta. Þetta atriði er þjóðarsmán sem þarf að leiðrétta eins og skot.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband