Handónýtt fiskveiðikerfi og enginn vill taka fæturna upp úr vatninu !

Núverandi stjórnarflokkar hafa komist all vel hjá því að ræða árangursleysi íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins til þessa í kosningabaráttunni, enda fjölmiðlamenn sjaldan með spurningar um það. Eigi að síður veltur það all mikið á afkomu þjóðarinnar hvern árangur þar er hægt að ræða um eftir 23 ára tilraunir í þessu efni. ER ekki tími til kominn að endurskoða aðferðafræðina þegar ljóst er að árangurinn er ekki til staðar ? Samt sem áður auglýsir Framsóknarflokkurinn , " árangur áfram " sem enginn er þarna og Sjálfstæðisflokkurinn " við náum árangri " sem einfaldlega er ekki rétt hvað varðar fiskveiðistjórnunina mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga fyrr og síðar. Á sama tíma afhjúpa fjölmiðlamenn svindl og brask sem er innifalið í kerfi sjávarútvegs , svindl sem altalað er og hefur verið í áraraðir ásamt ýmsum fleiri göllum þessa kerfis sem meðal annars hafa lagt heilu sjávarbyggðirnar í rúst, gert eignir fólks verðlausar og lagt byggð í auðn, lokað fyrir aðkomu nýlíða og gert sjómenn að leiguliðum í þrældóm tekjuleysis atvinnu sinnar.

" Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja án fræðslu þess liðna sézt ei hvað er nýtt "

sagði Einar Ben, og það eru orð að sönnu hér.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband